Píkuhár, augnhár og nýpúrítanismi

223 sinnum

_________________________________________________________________

Hvert sem ég fer, sé ég fallegar, ungar konur, með augnhár sem minna helst á skítuga kústa. Af hverju í ósköpunum gera þær þetta? Vita þær ekki að dæmi eru um að snyrtivörur hafi valdið sýkingum í augum, einkum ef notaðar eru gamlar vörur sem margir hafa notað eða ef stúlkan veit ekki almennilega hvað hún er að gera? Vita þær ekki að það er ákveðin slysahætta af því að beina oddmjóum burstum og blýöntum að þessum viðkvæmu líkamshlutum?

Já af hverju í ósköpunum gera þær þetta? Feministar hafa svarið. Það er vegna samfélagslegrar kröfu um að þær uppfylli staðla klámiðnaðarins. Eða ekki. Sú skýring á víst bara við um þá tísku sem ekki hefur náð að festa rætur innan feministahreyfingarinnar og margir feministar nota maskara og varalit, svo það sleppur.

Mér finnst tíska vera áhugavert fyrirbæri. Tíska verður til þegar hópar fólks tileinka sér sama smekk. Sumir hafa meiri áhrif á þann smekk en aðrir. Það er jafnvel til fólk sem hefur atvinnu af því að móta smekk stórra hópa fólks. Og auðvitað getur fólk upplifað félagslegan þrýsting um að tolla í tískunni. Ef ég klæðist fatnaði sem var í tísku í upphafi 9. áratugarins, get ég reiknað með að margir álíti þar með að ég tilheyri einhverjum sérstökum menningarhóp eða jafnvel að ég sé á leiðinni á furðufataball.

Jafnvel þeir sem rísa gegn tískunni, hafa samt sem áður tilhneigingu til að uppfylla “dress code” síns félagahóps. Pönkari í jakkafötum, það gengur ekki alveg upp.

Hin samfélagslega krafa tengist líka aðstæðum hverju sinni. Við finnum flest fyrir dálitlum óþægindum ef við skerum okkur mjög mikið úr. Fáar konur myndu mæta í galakjól á húsfund og ráðherra myndi vekja töluverða athygli í neikvæðum skilningi ef hann mætti í rifnum gallabuxum á sinfóníutónleika. Auðvitað má kalla það að láta undan samfélagslegum þrýstingi að gangast þannig inn á hugmyndir fjöldans um hvað sé viðeigandi við hvaða tilefni og hvað teljist flott og hvað “púkó”.

Já, tískan hefur áhrif á það hvað við gerum og það sem meira er, smekkur okkar breytist raunverulega um leið og allir í kringum okkur skipta um skoðun á því hvað sé fallegt. Hver kannast ekki við að hafa flissað yfir gömlum myndum af sjálfum sér og vinum sínum?

Við komumst ekkert undan tískunni sem menningarlegu fyrirbæri. Við getum risið gegn markaðsvæðingu ákveðins útlits og við getum gefið skít í smekk ákveðinna hópa en við komumst ekki hjá því að verða fyrir einhverjum áhrifum af því hvað telst fallegt og viðeigandi. Tískan hefur áhrif á nánast allt sem við gerum. Ekki bara útlit og framkomu, heldur nær hún til stjórnmálaiðkunar, hverskonar hreyfingu fólk stundar og jafnvel sjálfsmorðsaðferða, Þessar samfélagslegu kröfur eru undir, yfir og alltumlykjandi.

Af einhverjum ástæðum á fólk sem kennir sig við feminisma, það til að láta eins og sú tíska sem snertir aðallega kynferðislegar ímyndir, sé sérstakt vandamál. Miklu ágengari og óheilbrigðari en önnur tískufyrirbæri. Það að fjarlægja kynhár er þannig talið “óheilbrigt” þótt enginn andi orði um óheilbrigði þess að snyrta augnabrúnir eða að karlar snyrti brúska sem standa út úr nösum eða að konur fjarlægi hár af efrivör. Margar konur fá hár í andlitið, ástæðan fyrir því að við sjáum svo sjaldan skeggjaðar konur er sú að þær fjarlægja hárin jafnóðum og þau spretta fram. Eru þær þar með að láta undan samfélagslegum þrýstingi eða finnst þeim bara svört hár fara illa við varalitinn?

Af hverju er svona miklu óheilbrigðara að fjarlægja skapahár en að lita augnhár? Skapaháratíska hefur, rétt eins og andlitsförðun, tíðkast hjá ýmsum samfélögum á öllum tímum. Á þessi nýpúrítamismi að þjóna einhverjum tilgangi öðrum en að ýta enn frekar undir þá biluðu hugmynd að konur séu alltaf og allsstaðar fórnarlömb og að kynferðisleg kúgun gegnsýri allt okkar samfélag?

_________________________________________________________________

223 sinnum

Facebook Twitter Email

12 thoughts on “Píkuhár, augnhár og nýpúrítanismi

 1. Hittir naglann á hausin og jafnvel valdið höfuðkúpubroti á eistaka hausum. Ég 54ára, er alveg til vandræða fyrir margar vinkonur í gegnum tíðina, vegna áhugaleysis um augnmálningu. Stend í því núna að muna eftir maskaranum sem barnabarnið gaf mér, og nota áður hann þornar og skemmist. Vá hvað þetta er mikið rugl! Veit ekki hvað ég gerði ef ég yrði skikkuð t.d. í vinnu til að vera með make-up, líklega “pínast” til að halda vinnunni. Að vakna kl.6,00á morgnana til að redda face-inu og hárinu fyrir vinnuna (sem ég er verri í vegna óþæginda af make-upinu) og náungann, kúnnann. Sama er mér þótt konur máli sig-raki á sér klofið-fjarlægi skegg-liti á sér allan andskotann. En ég þarf þess sko ekki. (persónulegt val)

 2. Sammála Erna, við höfum nefnilega val. Mér finnst gaman að líta vel út og er alveg til í að eyða tíma í það. Ég á samt ekkert erfitt með að rísa gegn félagslegum þrýstingi. Á aldrinum 12-16 ára klæddi ég mig t.d. allt öðruvísi en flestir unglingar og tók það ekkert nærri mér þótt ég fengi alveg að heyra að ég væri hallærisleg. Ég VEL að mála mig, það vill bara svo til að ég hef tileinkað mér þann smekk. Ég stórefast um að margar þeirra kvenna sem fjarlægja kynhár, geri það hálfnauðugar og gegn sínum eigin smekk.

 3. Ég er ekki mikið fyrir það að mála mig, ef ég er dugleg þá skelli ég á mig maskara áður en ég fer í vinnuna.
  Ég vinn ekki í tískubúð heldur í bókabúð og ég hef nokkrum sinnum fengið athugasemdir frá viðskiptavinum um að ég myndi nú líta betur út ef ég málaði mig. Einu sinni sagði viðskiptavinur við mig að ég væri alveg yndisleg en að ég myndi vera miklu sætari ef ég málaði mig og þá myndi hann jafnvel taka það í mál að ég yrði barnsmóðir númer7……………

 4. Ég hef satt að segja óbeit á París Hilton. Ég ætla samt ekki að halda því fram að þessi tíska sé eitthvað “óheilbrigðari” en flíspeysan og andlitsförðunin mín.

 5. Hildigunnur: Guð minn góður, Ganguro hefur nákvæmlega ekkert með Paris Hilton að gera. Að halda því fram sýnir afskaplega litla þekkingu og vanvirðingu á japanskri menningu. Ganguro er að mörgu leyti ákveðin barátta fyrir sjálfsstæði í þjóðfélagi sem getur verið mjög íhaldssamt. Ef eitthvað þá er Ganguro barátta sumra kvenna gegn staðalímyndum sem japanskir karlmenn vilja setja á konur. Ganguro stelpur eru ekki að gera þetta fyrir strákana og þeir strákar sem fíla þetta eru í minnihluta af minnihluta.

  Ef fólk hefði nú bara kíkt á wikipedia til að byrja með þá myndi það sjá að þetta tengist ekki neitt okri karlmanna eða lélegra fyrirmynda. Ganguro byrjaði áður en fólk vissi hver Paris Hilton var, fyrir utan það að ég myndi ekkert búast við því að margar japanskar stelpur séu yfir höfuð að spá hver það er. Fólk þarf aðeins að taka upp höfuðið og átta sig að bandarísk menning er ekki alls ráðandi alls staðar eins og í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sum lönd hafa alveg nóg að gera með sína eigin menningu og með land eins og Japan þá getur þú treyst á það að þau hafa andskoti nóg.

 6. Sæll veri heimur, ég hafði þetta eftir ágætum vini, gerði mér grein fyrir að Ganguro væri eldra fyrirbrygði en taldi ákveðnar barbí ímyndir hefðu haft áhrif á strauma og stefnur innan ganguro. Vildi með þessum hlekk benda á fjölbreytileika tískustrauma. Sem hefur ekkert með stöðu kvenna eða ok Karlmanna að gera…ætlunin var ekki að vanvirða nokkurn skapaðan hlut heldur benda á fljölbreytileika tískustrauma.

 7. Það er að verða verulega vandlifað í þessum heimi hér. Ég er afskaplega venjulegur karlmaður og faðir. Svo venjulegur að mér hefur hvorki verið boðið að gerast meðlimur í feðraveldinu né karlaveldinu. Þess í stað reyni ég bara að lifa lífinu eftir bestu getu.

  Sú var tíðin að inn um póstlúguna komu auglýsingabæklingar og ég gat andvarpað yfir sóuninni á pappírnum og blekinu og fleygt bæklingnum í endurvinnsluna ólesnum. Svo riðu yfir lætin með einhvern jólabækling Hagkaupa (ef ég man rétt) þar sem ég sá ekkert að neinu en eftir umræðuna alla sem fylgdi þá er eins gott að allar myndir af ungum konum sýni þær standandi alveg uppréttar, með lokaðan munninn og helst í samfestingi, annars fer ég sjálfkrafa að stúdera myndina til að sjá hvort hún sé óviðeigandi eða ekki.

  Takk fyrir… áður fyrr var barnaklám ekki til hvað mig varðaði…

  Nú óttast ég að eitthvað svipað verði uppá teningnum hvað varðar blessuð skapahárin. Nú hefur það verið þannig alla mína hunds og kattar tíð að þegar við mér blasa kynfæri kvenna (mér þykir einhverra hluta vegna erfitt að skrifa orðið Píka á almannafæri svo ég vona að þú fyrirgefir mér formlegheitin Eva) þá var ég einfaldlega himinlifandi og hún á hug minn allan alveg óháð því hversu hárprúð hún er (nú eða þá ekki) eins og ég held að sé raunin með okkur flesta.
  Ef börn komu einhverstaðar nálægt þankagangi mínum á svona stundum þá var það algerlega takmarkað við að búa þau ekki til (ss. eru getnaðarvarnir til staðar).

  Nú velti ég fyrir mér hvað gerist, rekist ég á konu sem kýs að raka sig alveg. Fer hugurinn sem áður hélt að nú væri hátíð á bæ (við þessar aðstæður) að stúdera þetta og bera saman við hvernig hann heldur að barnaklám lítur út?
  Er hægt að hafa ljótari hugsanir í kollinum þegar það er nakin kona fyrir framan mann?
  Ég get lofað þér því að slíkar hugsanir muni í besta falli gera ekkert annað en að drepa niður alla stemningu hjá mér.

  Svo aftur… Takk fyrir… áður fyrr var barnaklám ekki til hvað mig varðaði…

  Ég vil taka það fram, til að fyrirbyggja allan misskilning að ég er ekki að þakka þér, Eva, heldur umræðunni sem hefur spunnist upp úr svo litlu.
  Þér vil ég frekar þakka fyrir að benda á hversu fáránlegt þetta er í rauninni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>